„Börnin mín eru svo óþekk“

Þórunn Harðardóttir er skemmtilegur tónlistakennari sem kann að syngja um …
Þórunn Harðardóttir er skemmtilegur tónlistakennari sem kann að syngja um hlutina eins og þeir eru.

Þórunn Harðarsdóttir, tónlistarkennari og foreldri grunnskólabarna, samdi lag um sumarfrísraunir sínar. Hún deildi laginu nýverið á samfélagsmiðlum og hafa yfir 20 þúsund manns horft á flutning Þórunnar á laginu.

Lagið ber titilinn „Lag hins bugaða foreldris í lok sumarfrís.“ Margir segja í athugasemdum að þeir tengi við textann og geta ekki beðið eftir að skólinn hefjist aftur á ný líkt og Þórunn. Á þeirri línu hefst einmitt lagið hennar Þórunnar, en brot úr textanum má lesa hér að neðan:

„Kæri grunnskóli ferðu ekki að byrja aftur?

Börnin mín eru svo óþekk að mér dvín allur kraftur. Þau eru alltaf að henda öllu dótinu sínu út um allt.

Og þeim er annaðhvort alltof heitt eða alltof kalt. Það eru rúsínur á gólfinu, eiginlega bara alls staðar. 

Kæri grunnskóli, ertu ekki bráðum að byrja aftur?

Börnin mín eru alltaf eitthvað að tala, og alltaf að spyrja. og ég er bara alveg að deyja. Yfir því að þau skulu ekki þegja. 

og allar rúsínurnar eru út um allt.“

mbl.is