Skelltu sér til Mallorca í sumarfríinu

Öll spænska kóngafjölskyldan í stíl í sumarfríinu.
Öll spænska kóngafjölskyldan í stíl í sumarfríinu. mbl.is/AFP

Spænska kóngafjölskyldan ferðast til Mallorca á sumrin eins og venjuleg fjölskylda frá Skandinavíu. Fjölskyldan hefur verið dugleg að leyfa ljósmyndurum að fylgjast með sér í fríinu eins og myndir AFP af kónginum Filippusi, drottningunni Letiziu og prinsessunum Leonor og Sofiu sýna. 

Tenerife og Alicante hafa verið vinsælir áfangastaðir íslenskra barnafjölskyldna síðustu ár en fyrir nokkrum árum var Mallorca aðalmálið. Fólk sem hefur farið út fyrir sundlaugargarðinn á eyjunni veit að eyjan er algjör perla og það er greinilega eitthvað sem spænska kóngafjölskyldan kann að meta. Þar með sagt eru vistaverur fjölskyldunnar líklega aðeins flottari en þriggja stjörnu hótel með morgunmat þar sem þau dvelja alltaf í sumarhöll sinni í Palma. 

Prinsessurnar sem eru fæddar 2005 og 2007 virðast ekki síður sáttar við sumarfríið en foreldrar þeirra. 

Það er mikil sól á Mallorca hjá spænsku konungsfjölskyldunni.
Það er mikil sól á Mallorca hjá spænsku konungsfjölskyldunni. mbl.is/AFP
Fjölskyldan kíkti til Deia á Mallorca.
Fjölskyldan kíkti til Deia á Mallorca. mbl.is/AFP
Spánarkóngur og drottning ásamt dætrum sínum í garðinum við sumarhöll …
Spánarkóngur og drottning ásamt dætrum sínum í garðinum við sumarhöll sína. mbl.is/AFP
Spænska kóngafjölskyldan í sumarfríinu.
Spænska kóngafjölskyldan í sumarfríinu. mbl.is/AFP
Spænska kóngafjölskyldan með við höfn á Mallorca.
Spænska kóngafjölskyldan með við höfn á Mallorca. mbl.is/AFP
mbl.is