Sigtryggur og Svandís eignuðust son

Sigtryggur Magnason og Svandís Dóra eignuðust son í vikunni.
Sigtryggur Magnason og Svandís Dóra eignuðust son í vikunni. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Sigtryggur Magnason aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir eignuðust dreng 14. ágúst síðastliðinn. 

Móður og barni heilsast vel og skrifar Sigtryggur eftirfarandi tilkynningu á samfélagsmiðla. 

„Þetta byrjaði eins og amrískt bíó um miðja nótt: „Ég missti vatnið!“. Rokið upp á spítala og hamast við að bíða þangað til um kaffileytið þegar allt fór af stað. Rétt fyrir kvöldfréttir sjónvarps 14. ágúst fæddist stór (16 merkur og 53 cm) og sterkur strákur i baðinu á fæðingarstofu nr. 3. 

Móður og barni heilsast vel og faðir og eldri systkini í skýjunum.“

Sigtryggur og Svandís gengu í hjónaband sumarið 2015. 

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju með barnið. 

mbl.is