Nýrnasteinar reyndust vera þríburar

Gitz vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið þegar nýrnasteinarnir …
Gitz vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið þegar nýrnasteinarnir reyndust vera þríburar. Skjáskot/Facebook

Kona í Colorado í Bandaríkjunum, Danette Gitz, leitaði nýlega á sjúkrahús vegna þess að hún hélt hún væri með nýrnasteina. Hún hafði áður fengið nýrnasteina og taldi sig því þekkja einkennin. Það kom henni því í opna skjöldu þegar læknirinn sagði henni að hún ætti von á tvíburum.

Stuttu seinna fór hún svo í bráðakeisara nema í stað tvíbura voru það þríburar. Gitz var þá gengin um 34 vikur og hafði ekki hugmynd um það. Fyrir á hún eitt barn með eiginmanni sínum. Börnin eru við hestaheilsu en þau vógu um 1,8 kíló hvert. Þau komu í heiminn 10. ágúst.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert