Innköllun á diskasetti frá Sophie la girafe

Diskasettið frá Sophie la girafe.
Diskasettið frá Sophie la girafe. Ljósmynd/Aðsend

Skjaldbaka.is hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað vöruna Coffret repas naturel, Natural Meal time set frá Sophie la girafe vegna þess að of hátt flæði af melamíni mældist úr vörunni. Um er að ræða diskasett úr plasti sem samanstendur af diski, skál, bolla og skeið. Heimkaup.is og Lyf & Heilsa eru með umrætt diskasett til sölu hjá sér.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að hætta notkun hennar og farga eða skila henni í þeirri verslun þar sem hún var keypt.

mbl.is