Moore og Kutcher áttu von á barni saman

Ashton Kutcher og Demi Moore voru gift áárunum 2005-2011.
Ashton Kutcher og Demi Moore voru gift áárunum 2005-2011. mbl.is/Cover Media

Leikkonan Demi Moore segir frá því í viðtali við New York Times að hún hafi verið komin sex mánuði á leið þegar meðgangan endaði. Hún var þá í sambandi með leikaranum Ashton Kutcher, en þetta var snemma í þeirra sambandi. Þau áttu von á dóttur og ætluðu að láta skíra hana Chaplin Ray.

Hún rekur ástæðuna fyrir að meðgangan endaði til þess að hún hafi neitt áfengis eða fíkniefna. Eftir að þau Kutcher gengu í það heilaga árið 2005 fóru þau til ófrjósemissérfræðinga, en heilsa Moore versnaði þar sem hún misnotaði áfengi og vicodin. Stuttu seinna komst hún að því að Kutcher hafði haldið framhjá henni. Þau skildu árið 2011.

Moore á þrjú börn með öðrum eiginmanni sínum, leikaranum Bruce Willis. Hinn 24. september næstkomandi kemur út sjálfsævisaga Moore, „Inside Out“.

mbl.is