Aðeins fimm kíló farin á fimm mánuðum

Amy Schumer birti mynd af sér og systur sinni á ...
Amy Schumer birti mynd af sér og systur sinni á sundfötum á Instagram. Skjáskot/Instagram

Grínleikkonan Amy Schumer er dugleg að minna konur á veruleikann sem fylgir því að eignast barn. Schumer segist til að mynda aðeins hafa losað sig við tæp fimm kíló síðan hún eignaðist son sinn í byrjun maí. 

Schumer greindi frá þessu á Instagram og birti í leiðinni mynd af sér í sundfatnaði. Var myndin eins konar andsvar við upplýsingum Jessicu Simpson frá því í síðustu viku. Í síðustu viku greindi söngkonan frá því að hafa grennst um 45 kíló en hún þyngdist mikið áður en þriðja barn hennar kom í heiminn fyrir sex mánuðum. 

Simpson virðist reyndar bara ánægð með Schumer. „Þú ert heit,“ skrifaði Simpson við myndina af Schumer og hélt áfram með húmorinn að vopni. „Stærðin skiptir bara máli þegar kemur að karlmönnum.“ 

View this post on Instagram

Ok Simpson! Well ive lost 10 pounds and 100 dollars to my sister playing poker. #norush #givememymoneybackkim

A post shared by @ amyschumer on Sep 30, 2019 at 3:59am PDT


 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu