Mætti með krakkaskarann á rauða dregilinn

Angelina Jolie og Maddox Chivan Jolie-Pitt, Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, Vivienne …
Angelina Jolie og Maddox Chivan Jolie-Pitt, Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt og Knox Leon Jolie-Pitt. AFP

Leikkonan Angelina Jolie mætti með fimm af sex börnum sínum á frumsýningu kvikmyndar sinnar Malificent: Mistress of Evil í fyrrakvöld. Elsti sonur hennar og leikarans Brad Pitt, Maddox, var þó fjarri góðu gamni en hann leggur nú stund á nám í Suður-Kóreu. 

Þau Pax, Shilouh, Vivienne, Zahara og Knox virtust skemmta sér vel á frumsýningunni, en Malificent skartar mömmu þeirra í hlutverki illgjarnrar nornar. 

Myndarlegur krakkaskari.
Myndarlegur krakkaskari. AFP
AFP
mbl.is