Íhugaði að skilja vegna ójafnvægis í uppeldinu

Philipps og Silverstein hafa verið gift í 12 ár.
Philipps og Silverstein hafa verið gift í 12 ár. KEVIN WINTER

Leikkonan Busy Philipps sagði frá því í viðtali á dögunum að hún hafi íhugað alvarlega að skilja við eiginmann sinn þar sem henni fannst uppeldi barnanna þeirra vera alfarið í höndum hennar. 

Philipps og eiginmaður hennar Marc Silverstein eiga saman dæturnar Cricket 6 ára og Birdie 11 ára. Þau hafa verið gift í tólf ár og segja að hjónaband þeirra hafi breyst mikið. Þau settust niður með blaðamanni Harper's Bazaar.

Philipps sagði frá því þegar hún gekk næstum því út. „Marc sagði „Ég get gert hvað sem er,“ og ég sagði bara „Allt í lagi, gerðu þá allt. Því ég er búin að vera að gera allt, alveg sjálf og ég er búin á því félagi“,“ sagði Philipps. 

„Ég var komin út um dyrnar. Ég bjóst ekki við neinu frá honum, en það sem við enduðum á að gera var að búa til okkar eigin kerfi,“ sagði Phillips. Þau breyttu fullt af hlutum og Silverstein ákvað að hann yrði heima með stelpurnar. Hann var því farinn að sjá um allar máltíðir á heimilinu og sá um háttatímann hjá stelpunum. 

„Hann elskar morgnana sína með stelpunum. Hannn gerir kaffi handa mér og færir mér það inn í svefnherbergi og fer svo með krakkana í skólann. Hann á samtöl við þær sem ég öfunda hann af, nándina við stelpurnar, hún er einstök,“ sagði Philipps.

Silverstein viðurkenndi að hafa ekki tekið þátt í heimilislífinu í fyrstu. Hann segist vera hræddur við að gera hluti sem hann er ekki góður í. Þegar hann áttaði sig svo á því að hann væri ekki að taka þátt í neinu tók hann sig á. 

mbl.is