Var þunglynd á meðan hún leyndi óléttunni

Pretty Little Liars-stjanan Shay Mitchell á von á barni.
Pretty Little Liars-stjanan Shay Mitchell á von á barni. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Shay Mitchell segir að hún hafi verið mjög þunglynd og kvíðin fyrstu mánuðina af meðgöngunni. Mitchell leyndi því að hún væri ólétt allt fram á þriðja hluta meðgöngunnar, en hún gerði það meðal annars vegna þess að hún hafði misst fóstur skömmu áður. 

„Ég hef alltaf heyrt mikið um fæðingarþunglyndi. Ég var því mjög hissa þegar ég var þunglynd í byrjun meðgöngunnar. Einangrunin og kvíðinn sem ég upplifði var lamandi. Ég hélt ég væri að verða rugluð og velti fyrir mér af hverju enginn hafði talað við mig um þennan tíma. Ég er búin að vera mjög heppin eftir að ég deildi fréttunum af óléttu minni og hef átt frábær samtöl við aðrar óléttar konur og mæður og ég veit að allar þessar tilfinningar eru eðlilegar,“ sagði Mitchell í viðtali.

„Vanalega er ég mjög virk og opinská, en í stað þess var ég bara heima til að forðast augngotur og spurningar. Ég var mjög einmana. Þar að auki þyngdist ég án þess að það sæist kúla. Ég varð stressuð að starfsfólk mitt myndi gjóta augum á mig án þess að vita að ég væri ólétt og hugsa með sér að ég ætti að drífa mig í ræktina - það jók einmanaleikann,“ sagði Mitchell. 

„Það var yfirþyrmandi að líða eins og ég væri eina konan sem væri ólétt, en ég er búin að kynnast mörgum konum sem leið eins og mér eftir að ég sagði frá því að ég væri ólétt. Meðganga getur verið erfiður tími, sérstaklega ef þú ert að reyna að fela hana. Eftir að ég sagði frá því opinberlega léttist lund mín og ég gat farið að njóta meðgöngunnar,“ sagði Mitchell. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert