Eyða miklum tíma saman dótturinnar vegna

Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner í lok ágúst.
Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner í lok ágúst. AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner og tónlistarmaðurinn Travis Scott eru hætt saman en eyða samt sem áður miklum tíma saman. Ástæðan er sú að þau vilja að sem minnst breytist fyrir dóttur þeirra Stormi. 

Jenner og Scott fóru saman á graskerjamarkað með Stormi í vikunni, sama markað og þau fóru saman á fyrir ári. Scott hefur líka eytt miklum tíma á heimili Jenner í Calabasas síðustu daga, en hann meiddist á hné á tónleikum síðustu helgi. Hann sefur þó ekki í því húsi heldur heldur til í húsi þeirra í Beverly Hills. 

Fyrrverandi parið er sagt ætla að eyða miklum tíma saman með dóttur sína næstu mánuði þegar allar hátíðirnar ganga í garð, en fram undan er hrekkjavakan, þakkargjörðarhátíðin og að sjálfsögðu jól og áramót. Þau eru sögð vilja að dóttir þeirra upplifi allar þessar hátíðir með mömmu sinni og pabba, en ekki bara með annaðhvort mömmu eða pabba. 

View this post on Instagram

let the festivities begin 🧡

A post shared by Kylie ✨ (@kyliejenner) on Oct 16, 2019 at 11:34am PDT

mbl.is