Dömubindakaup pabba stórhlægileg

Sólberja eða límónu?
Sólberja eða límónu? Skjáskot/Twitter

Ung bresk kona bað föður sinn um að kaupa dömubindi handa sér og tísti í kjölfarið skemmtilegri mynd af samskiptum þeirra. Samskipti konunnar við föður sinn eru stórskemmtileg og vöktu mikla athygli á Twitter.

„Sólberja eða límónu?“ skrifaði faðir ungu konunnar og sendi mynd af umbúðum af dömubindum í mismunandi litum. Faðirinn er öllu vanur og verður að teljast ólíklegt að hann hafi í alvöru haldið að væri val um sólberja- eða límónulykt af dömubindunum. 

Það er vandi að velja rétta litinn.
Það er vandi að velja rétta litinn. Skjáskot/Twitter

Flestir sem skildu eftir athugasemd við tístið voru ánægðir með pabba konunnar sem valdi að lokum sólberjadömubindi. Hún fann sig þó greinilega knúna til þess að útskýra af hverju faðir hennar hafði séð um innkaupin og skrifaði eftirfarandi:

„1. Hann hefur alltaf búið með konum, systur minni, mömmu minni, systur hans, mömmu hans. 2. Ég var að vinna til fimm, búðir loka fjögur á sunnudögum. Ég keyri ekki og heldur ekki mamma mín. 3. Það er 2019 ekki 1969.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert