Pissaði á sig en missti ekki vatnið

Leikkonan Kristen Bell á tvær dætur.
Leikkonan Kristen Bell á tvær dætur. AFP

Leikkonan Kristen Bell talaði um meðgöngur sínar í nýjum hlaðvarpsþætti. Sagði hún meðal annars frá því þegar hún hélt að hún hefði missti vatnið á sinni fyrstu meðgöngu að því fram kemur á vef Us Weekly. Þrátt fyrir pollinn á baðherbergisgólfinu missti ekki Bell vatnið eins og læknir útskýrði. 

„Elskan ég missti vatnið, ég er svo spennt. Hringjum í lækni,“ segist Bell hafa sagt við manninn sinn, Dax Shapard, þegar hún var ólétt af sínu fyrsta barni. Hún hitti lækni sem skoðaði hana og lýsir samskiptum þeirra svona: 

„Hmm, sagðir þú að þú hefðir misst vatnið?“ Sagði læknirinn. 

„Já, pottþétt. Það var stór bollur á baðherbergisgólfinu,“ svaraði Bell. 

„Allt í lagi. Þú misstir ekki vatnið en þú gætir mögulega hafað pissað í buxurnar,“ útskýrði læknirinn þá. 

Bell á dæturnar Lincoln sex ára og Deltu fjögurra ára með eiginmanni sínum. Hún sagði einnig frá því að fæðingarnar hefðu litið út eins og morð. „Það er mun meira blóð en þú heldur að það eigi að vera,“ sagði Bell. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert