Passar upp á mataræði mömmu á meðgöngunni

Vökul augu dóttur Dewan fygljast með mataræði hennar.
Vökul augu dóttur Dewan fygljast með mataræði hennar. AFP

Leikkonan Jenna Dewan sagði frá því í viðtali við Michael Strahan að dóttir hennar Everly fylgist vel með því hvað mamma hennar lætur ofan í sig þessa dagana. 

Dewan gengur með sitt annað barn og fyrsta systkini Everly. Sú stutta er heldur betur spennt að verða stóra systir og fylgist náið með því að mamma sín borði bara það sem er gott fyrir barnið. 

„Hún er of spennt. Ég fer að borða eitthvað og hún spyr „Mamma er þetta gott fyrir barnið?“ Hún passar upp á mig. Og ég verð að vera heiðarleg. Ég fékk mér nammi um daginn og þurfti að svara spurningunni neitandi. Hún sagði „hmm þú ættir að skila þessu“ og ég hugsaði bara „Guð minn góður“,“ sagði Dewan og bætti við að Everly hafi beðið alla sína sex ára löngu ævi eftir því að verða stóra systir.

Barninu á hún von með kærasta sínum Steve Kazee og er þetta þeirra fyrsta barn saman. Everly átti Dewan með fyrrverandi eiginmanni sínum, leikaranum Channing Tatum. 

View this post on Instagram

Becoming a mother is quite simply the absolute best most incredible thing that has ever happened to me 💕 @stevekazee you are a gift from above and i couldn’t be more excited to be expanding our family together...! Thank you guys for all the love!!

A post shared by Jenna Dewan (@jennadewan) on Sep 24, 2019 at 4:30pm PDT

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu