Dóttirin óhugnanlega lík móður sinni

Hér má sjá Kylie Jenner í Met Gala-kjólnum fræga en …
Hér má sjá Kylie Jenner í Met Gala-kjólnum fræga en hún birti mynd af dóttur sinni í svipuðum kjól. Samsett mynd

Stormi Webster er eitt frægasta barn veraldar þrátt fyrir að bara eins og hálfs árs. Móðir hennar, Kylie Jenner, birti mynd af dóttur sinni á Instagram á dögunum í eins kjól og hún mætti sjálf í á Met Gala-viðburðinn í maí. Er líklega ekki of sterkt til orða tekið þegar Stormi er sögð óhugnanlega lík móður sinni. 

Tilefni myndbirtingarinnar var líklega hrekkjavakan sem er tekin mjög alvarlega í Bandaríkjunum þessa vikuna. Stormi virðist vera í smábarnaútgáfu af kjól móður sinnar og með eins hárkollu. Lítur hún út fyrir að vera töluvert eldri en flest börn sem eru fædd í febrúar 2018. 

Kjóll Jenner var hannaður af Versace en ekki kemur fram hjá raunveruleikastjörnunni hvort barnakjóllinn komi einnig úr smiðju ítalska tískuhússins. 

View this post on Instagram

My baby!!!!!!!! 💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜💜 i cant handle this!!!!

A post shared by Kylie ✨ (@kyliejenner) on Oct 27, 2019 at 5:54pm PDT

Kylie Jenner á Met Gala 2019.
Kylie Jenner á Met Gala 2019. AFPmbl.is