Badgley stendur sig sem stjúpi

Penn Badgley og Domino Kirke.
Penn Badgley og Domino Kirke. Ljósmynd/Instagram

Söngkonan Domino Kirke segir að leikarinn Penn Badgley sé góður stjúppabbi. Kirke á hinn 10 ára gamla Cassius úr fyrrasambandi. Hún hefur verið í sambandi með Badgley síðan 2014 og giftu þau sig árið 2017.

„Hann er mjög góður stjúppabbi. Hann þarf ekki að vera „pabbi“ svo þeir geta skemmt sér meira saman. Það er virkilega gott. Stjúppabbahlutverkið er ókannað landssvæði fyrir mig því ég ólst ekki upp við stjúppabba, en hann hugsar mjög vel um hann,“ sagði Kirke í viðtali við Us Weekly. 

Kirke var í hljómsveitinni DOMINO, en vinnur nú sem fæðingar-doula og aðstoðaði til að mynda grínistann Amy Shcumer við að koma syni sínum heiminn nú í vor. Hún segir erfitt að vera útivinnanndi móðir. 

„Systir mín orðaði þetta mjög vel: „Ef þér gengur vel í listinni ertu örugglega glatað foreldri.“ Þú getur ekki gert bæði nema þú sért með fullskipað lið. Ég er ekki með pössunarpíu. Ég er fullu starfi sem móðir. Það er fyrst í forgangsröðuninni. Doulu-starfið er í öðru sæti,“ sagði Kirke.

mbl.is