Kondo kennir börnum að laga til

Marie Kondo kennir nú börnum að laga til.
Marie Kondo kennir nú börnum að laga til. skjáskot/Instagram

Skipulagsdrottningin Marie Kondo lætur ekki þar við sitja að kenna fullorðnu fólki að laga til og ganga vel um heima hjá sér. Nú kennir hún börnum að laga til líka. 

Kondo gaf út barnabók á dögunum til þess að hvetja börn til að laga til. Bókin, Kiki & Jax: The Life-Changing Magic of Friendship, fjallar um íkornann Kiki sem á allt of mikið af drasli og Ugluna Jax sem elskar að flokka. 

Saman hjálpast Kiki og Jax að við að skipuleggja og laga til heima hjá Kiki og notast þau við aðferðir Kondo við að brjóta saman föt og raða þeim í skápana. 

Hin japanska Kondo hefur vakið mikla athygli síðustu ár, sérstaklega fyrir þætti sína á Netflix þar sem hún heimsækir fólk og aðstoðar það við að koma skipulagi á heimili sín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert