„Ekki enn ólétt“

Halsey er ekki ólétt.
Halsey er ekki ólétt. JOHANNES EISELE

„Ekki enn ólétt“ skrifaði bandaríska tónlistarkonan Halsey í færslu á Twitter. Sögusagnir höfðu verið á kreiki um að hún ætti von á barni með kærasta sínum Evan Peters en mynd náðist af þeim í Los Angeles þar sem þau héldu bæði um kvið hennar. 

Halsey skrifaði að hún væri enn með glúteinofnæmi og elskaði enn pönnukökur. Í annarri færslu skrifaði hún svo „Er það drengur? Er það stúlka? Það eru pönnukökur.“

Þetta er í þriðja skiptið á þessu ári sem Halsey hefur þurft að kveða sögusagnir um barneignir sínar niður. Í fyrra skiptið eftir að hún gaf það út að hún væri að fara tilkynna um eitthvað spennandi notaði hún einnig Twitter til þess að útrýma sögusögnunum. 

„Fólk heldur að ég sé ólétt eftir síðasta tístið mitt. Sem þýðir að ég er annaðhvort a. búin að fitna. b. skrítnari en vanalega. Brandarinn er á ykkar kostnað. Ég er bæði. Samt sem áður er ég ekki ólétt.“

Í seinna skiptið sást hún á röltinu með þáverandi kærasta sínum, klædd í víðan bol.

Halsey og Peters hafa aðeins verið saman í nokkra mánuði, en hún staðfesti að þau væru í sambandi í september. 

mbl.is