Amman ætlaði að gata eyru barnanna í leyni

Þessi unga súlka er með göt í eyrunum. Ekki kanínan.
Þessi unga súlka er með göt í eyrunum. Ekki kanínan. Ljósmynd/Pexels

Kona í Bandaríkjunum greindi nýlega frá því að tengdamamma hennar og amma barna hennar hafi gert tilraun til þess að láta gata eyru dóttur hennar án vitneskju hennar. 

Konan, sem sagði sögu sína í þræði á Reddit, að tengdamamma hennar hafi verið í heimsókn hjá fjölskyldunni eftir að þau eignuðust sitt þriðja barn.

Tengdamamman býr í 8 tíma fjarlægð og heimsækir son sinn og fjölskyldu sína um það bil einu sinni á ári. Hún hafði í gegnum árin kvartað undan því að ömmustelpurnar hennar væru ekki með göt í eyrunum.

Foreldrarnir svöruðu alltaf á þá leið að þau væru ekkert að drífa sig í því, þegar stelpurnar yrðu eldri og myndu biðja um göt í eyrun væri sjálfsagt mál fyrir þær að fá göt í eyrun. 

Sú gamla sætti sig ekki við þetta og brá á það ráð að reyna að láta gata eyru elstu stelpunnar án vitneskju foreldranna. Í heimsókninni fór hún út í gönguferð með tvær eldri stelpurnar svo mamman gæti átt rólega stund með þeirri yngstu. 

Með í för var föðursystir stúlknanna. Hún sagði móður þeirra að amman hefði tekið krók á leið þeirra um bæinn og farið í skartgripabúð sem gerði göt í eyrun. Sem betur fer vildi afrgeiðsludaman í skartgripabúðinni ekki gata eyru stelpnanna án þess að móðir þeirra væri viðstödd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert