Hætti við verðlaunaafhendingu vegna barnanna

Katrín hætti við á síðustu stundu.
Katrín hætti við á síðustu stundu. AFP

Katrín hertogaynja af Cambridge hætti við á síðustu stundu að fara á Tusk-verðlaunaafhendinguna. Heimildarmaður People segir það hafa verið vegna barnanna. 

Ekki hafa fengist frekari heimildir um hvað bjátaði á varðandi börnin en Katrín og Vilhjálmur höfðu eytt deginum meðal Tusk-verðlaunahafanna. 

Vilhjálmur mætti því einn á verðlaunahátíðina í Empire Cinema á Leicester Squear. Hann er konunglegur verndari Tusk Trust sem heiðrar þá sem vernda náttúru- og dýralíf í Afríku.Vilhjálmur Bretaprins mætti einn á verðlaunaafhendinguna.
Vilhjálmur Bretaprins mætti einn á verðlaunaafhendinguna. AFP
mbl.is