Fékk að heyra það frá Vilhjálmi og Katrínu

Vilhjálmur og Katrín passa vel upp á börn sín þrjú.
Vilhjálmur og Katrín passa vel upp á börn sín þrjú. AFP

BBC-útvarpsmaðurinn Greg James gerði góðlátlegt grín að fyrsta skóladegi Karlottu prinsessu í útvarpinu í haust. Það sem James vissi ekki fyrr en nokkrum vikum seinna var það að Vilhjálmur og Katrín voru að hlusta. 

Hin fjögurra ára gamla prinsessa byrjaði í skóla í haust og var hún mynduð að heilsa yfirkennara í skólanum með handabandi á fyrsta skóladeginum. „Ég sá myndirnar í þættinum og sagði: „Hver í ósköpunum heilsar kennara sínum með handabandi á fyrsta skóladeginum“,“ sagði James nýlega að því fram kemur á vef Hello. 

Nokkrum vikum seinna var útvarpsfólkinu boðið í Kensington-höll og segist hann þar hafa hitt þau Vilhjálm og Katrínu. 

„Við vorum að hlusta morguninn sem Karlotta litla fór í skólann í fyrsta sinn og við viljum ræða þetta með handabandið,“ sagði James að hjónin hafi sagt. 

„Ó, guð nei, þau heyrðu mig segja að þessi skóli væri snobb og að þau þyrftu að taka í hönd kennara síns á hverjum degi,“ sagðist James hafa hugsað. 

James hélt áfram á léttu nótunum og grínaðist með að skóli hefði ekki verið svona þegar hann var yngri. Kennarar hefðu verið ánægðir ef þeir hefðu fengið bros frá nemendum.  

Karlotta tók í hönd yfirkennara í skólanum sínum þegar hún …
Karlotta tók í hönd yfirkennara í skólanum sínum þegar hún mætti í skólann með foreldrum sínum Katrínu og Vilhjálmu. AFP
mbl.is