Steypiboð Eddu Sifjar á Shake & Pizza

Edda Sif var hæstánægð með steypiboðið.
Edda Sif var hæstánægð með steypiboðið. Skjáskot/Instagram

Vinkonur fjölmiðlakonunnar Eddu Sifjar Pálsdóttur héldu steypiboð fyrir verðandi móðurina á Shake & Pizza í gærkvöldi. Edda Sif skrifar á Instagram að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem steypiboð, eða „baby shower“ hafi verið haldið á staðnum. 

Edda Sif á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Vilhjálmi Siggeirssyni en þau eiga von á dreng. „Pítsa, bjór, sjeik og bestu konur bæjarins í þessu fyrsta babyshower-i í sögu Shake&Pizza. Algjör negla! Ekki nokkur leið að sjá hvort okkar var glaðara, ég eða strákurinn á næsta borði sem var að halda upp á 12 ára afmælið sitt,“ skrifaði Edda Sif í færslu sinni á Instagram.

https://www.mbl.is/born/frettir/2019/11/05/edda_sif_og_vilhjalmur_eiga_von_a_barni/

mbl.is