Frikki Dór og Lísa eignuðust dóttur

Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór Jónsson eiga nú tvær dætur.
Lísa Hafliðadóttir og Friðrik Dór Jónsson eiga nú tvær dætur. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir eignuðust dótturina Úlfhildi 13. nóvember. Fyrir áttu þau Ásthildi sem er fædd árið 2013. Friðrik Dór greinir frá komu barnsins í barnablaði Morgunblaðsins um helgina. 

„Ásthildur er nefnd í höfuðið á móður minni og skoraði mörg stig en Úlfhildur sá um þetta sjálf, fékk enga aðstoð foreldra sinna , því hún skellti sér í heiminn á afmælisdegi ömmunnar. Við erum því nýorðin fjögurra manna fjölskylda og það gengur rosa vel og litla daman vex og dafnar,“ segir Friðrik Dór í blaðinu um helgina.

Barnavefur Mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju. 

mbl.is