Áttu von á stúlku en eignuðust dreng

Foreldrarnir Valgeir og Jórunn þreytt og sátt á leiðinni heim …
Foreldrarnir Valgeir og Jórunn þreytt og sátt á leiðinni heim af fæðingardeildinni með son sinn. Jórunn er með bæði bleik og blá blóm.

Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, eignaðist son með sambýlismanni sínum, Valgeiri Valgeirssyni, 2. desember. Sonurinn kom nokkuð óvænt í heiminn en foreldrarnir höfðu búið sig undir að eignast dóttur. 

Fjölskyldan er að vonum ánægð með drenginn þó svo að kynið hafi komið á óvart. Segir Valgeir að drengurinn hafi tekið sig vel út í bleiku heimfararsetti. 

Þann 2.12.19 kl. 09:06 kom heldur betur óvæntur glaðningur inn í líf okkar Jórunnar. Það kom nefnilega þessi myndardrengur upp í fangið okkar en það uppgötvaðist ekki fyrr en fimm mínútum eftir fæðinguna þegar barnið átti að fá K-vítamín í lærið. Þá sér Jórunn að barnið er drengur en við erum búin að vera að undirbúa okkur fyrir að fá stelpu í hendurnar síðan í júlí eftir að við „kíktum í pakkann“. En okkur er alveg sama um hvaða kyn kom því barnið er gjörsamlega fullkomið og okkar maður tók sig svakalega vel út í bleika heimfararsettinu,“ skrifaði Valgeir á Facebook. 

Stóru systur ánægðar með litla bróður.
Stóru systur ánægðar með litla bróður.

Fyrir átti Valgeir tvær dætur og er fjölskyldan því nú orðin fimm manna fjölskylda. Valgeir segir í samtali við Mbl.is að systurnar séu hæstánægðar með litla bróður.

Barnavefur Mbl.is óskar fjölskyldunni til hamingju með drenginn. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu