Vill ekki sjá dóttur sína en neyðist til að borga

Owen Wilson borgar með dóttur sinni en er ekki í …
Owen Wilson borgar með dóttur sinni en er ekki í samskiptum við hana. AFP

Grínleikarinn Owen Wilson borgar fúlgur fjár í meðlag á mánuði þrátt fyrir að vera ekki í samskiptum við eins árs gamla dóttur sína. Wilson var skipað að fara í faðernispróf þegar fyrrverandi ástkona hans, Varunie Vongsvirates, átti von á barninu. 

Wilson er ekki sagður hafa séð hina eins árs gömlu Lylu en hann bað ekki um neinn heimsóknarrétt. 

Samkvæmt nýjum upplýsingum Radar Online var Wilson skipað að greiða barnsmóður sinni 25 þúsund Bandaríkjadali eða um þrjár milljónir íslenskra króna á mánuði. Hann þurfti einnig að borga 70 þúsund Bandaríkjadala eingreiðslu eða tæpa átta og hálfa mílljón íslenskra króna með barninu. Wilson borgaði einnig lögfræðikostnað barnsmóður sinnar sem og lækniskostnað vegna fæðingar. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu