Opnar sig um fósturmissi

Beyoncé missti fóstur nokkrum sinnum áður en hún eignaðist eldri …
Beyoncé missti fóstur nokkrum sinnum áður en hún eignaðist eldri dóttur sína. AFP

Tónlistarkonan Beyoncé Knowles opnaði sig um fórsturmissi sem hún varð fyrir í nýlegu viðtali við Elle. Beyoncé lýsir fósturmissi sem lærdómi sem hún vissi ekki að hún þyrfti að læra fyrr en það kom fyrir hana. 

„Ég byrjaði að leita að dýpri merkingu þegar lífið byrjaði að kenna mér það sem ég vissi ekki að ég þyrfti. Árangur lítur öðruvísi út fyrir mér núna. Ég lærði að allur sársauki er í raun gjöf. Að missa fóstur kenndi mér að ég þyrfti að vera mín eigin móðir áður en ég gæti verið móðir einhvers annars. Síðan eignaðist ég Blue og þá varð leitin að tilgangi mínum í lífinu dýpri,“ sagði Beyoncé. 

Beyoncé eignaðist sitt fyrsta barn, Blue Ivy, með eiginmanni sínum Jay-Z árið 2012. Þau eiga einnig saman tvíburana Sir og Rumi sem komu í heiminn í júní árið 2017. 

„Ég dó og var endurfædd í sambandi mínu og leitin að sjálfinu varð enn sterkari. Það er erfitt fyrir mig að fara aftur á bak. Að vera númer eitt var ekki lengur fremst í forgangsröðuninni. Minn raunverulegi sigur er að búa til list og arfleifð sem lifir mig. Það er mér mikil lífsfylling,“ sagði Beyoncé.

Mæðgurnar Beyoncé og Blue Ivy.
Mæðgurnar Beyoncé og Blue Ivy. mbl.is/AFP
mbl.is