Guðni Bergs orðinn afi

Feðgarnir Guðni Bergson og Bergur Guðnason. Bergur gerði Guðna að …
Feðgarnir Guðni Bergson og Bergur Guðnason. Bergur gerði Guðna að afa á dögunum. ljósmynd/Hari

Knattspyrnuhetjan Guðni Bergs­son varð afi á dögunum þegar sonur hans eignaðist barn. Sonur hans, Bergur Guðnason, greindi frá komu barnsins á Instagram en hann eignaðist dóttur með kærustu sinni Margréti Rajani Davíðsdóttur. 

Bergur Guðnason hefur gert það gott sem fatahönnuður en hann útskrifaðist sem slíkur frá Listaháskóla Íslands árið 2017. Hann hefur meðal annars unnið hjá Acne Studi­os í Par­ís. Í haust kom svo út ný samstarfslína hans við íslenska útivistafyrirtækið 66°Norður.

mbl.is