Guðni Bergs fagnaði með syni sínum

Feðgarnir Guðni Bergsson og Bergur Guðnason.
Feðgarnir Guðni Bergsson og Bergur Guðnason. ljósmynd/Hari

Nýrri fatalínu Bergs Guðnasonar og 66°Norður var fagnað í verslun 66°Norður á Laugavegi á fimmtudaginn. Fjöldi gesta mætti í búðina og var faðir Bergs, knattspyrnugoðsögnin Guðni Bergsson, að sjálfsögðu mættur. 

Í nýju fatalínunni fá hefðbundnar hettupeysur og fleira úr línunni nýtt líf. Engar tvær flíkur eru eins en það reyndist nokkuð tímafrekt að taka peysur í sundur og setja svo saman aftur. Flíkurnar í nýju línunni koma í takmörkuðu upplagi.

Verkefnið var unnið með fatahönnuðinum Bergi Guðnasyni sem útskrifaðist úr fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og hefur síðan þá meðal annars unnið hjá Acne Studios í París.

„Fyrir þessa línu langaði mig til að gera þetta grafískt með mörgum litum. 66°Norður-lógóið þekkja allir Íslendingar og langaði mig til þess að brjóta það aðeins upp og ögra lógóinu með því til dæmis að taka tvær peysur og sameina þær þannig að þær passi samt ekki alveg saman. Í öðrum flíkum er sjálfri flíkinni ekki breytt en við lékum okkur með að sauma kríuna á mismunandi staði,“ segir Bergur.

Ragnhildur Gísladóttir, Guðni Bergsson og Birkir Kristinsson.
Ragnhildur Gísladóttir, Guðni Bergsson og Birkir Kristinsson. ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
Bergur Guðnason með frændum sínum Böðvari og Bergi.
Bergur Guðnason með frændum sínum Böðvari og Bergi. ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
ljósmynd/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál