Vilhjálmur vill ekki eignast fleiri börn

Katrín sagði að Vilhjálm langaði ekki í fleiri börn.
Katrín sagði að Vilhjálm langaði ekki í fleiri börn. AFP

Það er ólíklegt að fleiri börn bætist við í krakkaskarann hjá Vilhjálmi Bretaprinsi og Katrínu hertogaynju ef marka má orð Katrínar í gær. 

Á opinberum viðburði í Khidmat Centre í Bradford í vikunni spjallaði Katrín við einn aðdáenda sinna, Josh Macplace. Macplace sagði henni að hann hafi sent þeim hjónum heillaóskakort í hvert skipti sem þau eignuðust börn. Katrín sagði honum hins vegar að henni þætti ólíklegt að hann ætti eftir að senda þeim fleiri kort. 

„Ég held að Vilhjálm langi ekki í fleiri,“ sagði Katrín að sögn Macplace. Macplace fékk að lokum faðmlag frá hertogaynjunni. Katrín og Vilhjálmur eiga þrjú börn, þau Georg, Karlottu og Lúðvík. 

Vilhjálmur og Katrín heimsóttu Khidmat Centre í Bradford í vikunni.
Vilhjálmur og Katrín heimsóttu Khidmat Centre í Bradford í vikunni. AFP
Þrjú börn eru nóg fyrir Vilhjálm.
Þrjú börn eru nóg fyrir Vilhjálm. AFP
mbl.is