Velgengni dótturinnar kom á óvart

Ethan Hawke er ánægður með dóttur sína.
Ethan Hawke er ánægður með dóttur sína. AFP

Leikarinn Ethan Hawke er himinlifandi að draumur dóttur sinnar, Mayu Hawke, sé að rætast. Hawke ræddi um skjótfengan frama dóttur sinnar nýlega að því er fram kemur á vef ET. Hin 21 árs gamla Maya Hawke fór með hlutverk í þriðju þáttaröð Stranger Things sem og stórmyndinni Once Upon a Time in Hollywood.

„Það er ótrúlegt. Þegar hún var barn vissi ég og fann það snemma á mér að hún væri listamaður og fékk það á tilfinninguna að hún væri sjálfstæð manneskja. Það heldur lífi mínu áhugaverðu og spennandi að hún reyni að vera sú manneskja sem hana langar til að verða.“

Móðir Mayu Hawke er leikkonan Uma Thurman. Saman eiga þau einnig hinn 17 ára Levon. Hawke á einnig 12 ára og níu ára gamlar dætur með núverandi eiginkonu sinni, Ryan Shawhughes.

Maya Hawke er dóttir Ethan Hawke og Umu Thurman.
Maya Hawke er dóttir Ethan Hawke og Umu Thurman. AFP
Uma Thurman.
Uma Thurman. AFP
mbl.is