Archie litli sá snjó í fyrsta sinn

Archie með Harry og Meghan í september.
Archie með Harry og Meghan í september. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja hafa gert allt vitlaust í Bretlandi síðustu daga. Átta mánaða gamall sonur þeirra, Archie Harrison, er hins vegar í rólegheitum í Kanada að upplifa margt í fyrsta sinn. 

Harry hélt ræðu á fjár­öfl­un­ar­viðburði Sentebale í London á sunnudaginn. Þar gat hann ekki komist hjá því að tala um ákvörðun þeirra Meghan að hætta í konungsfjölskyldunni. Hann náði þó að tala um ýmislegt gleðilegt líka eins og son þeirra. 

„Það hafa verið forréttindi að hitta ykkur öll og finna fyrir spennunni fyrir Archie syni okkar sem sá snjó í fyrsta skipti um daginn og fannst það alveg frábært.“

Harry tók þátt í stofn­un sam­tak­anna Sentebale á sín­um tíma en þau hafa það að mark­miði að aðstoða börn í suður­hluta Afr­íku með HIV.

View this post on Instagram

at tonight’s dinner for supporters of Sentebale in London Video © SussexRoyal

A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Jan 19, 2020 at 2:00pm PST

Archie ásamt föður sínum Harry prins.
Archie ásamt föður sínum Harry prins. mbl.is/skjáskot Instagram
mbl.is