Noregsprinsessa sífellt líkari móður sinni

Norska konungsfjölskyldan birti nýja mynd af tilefni Ingrid Al­ex­öndru.
Norska konungsfjölskyldan birti nýja mynd af tilefni Ingrid Al­ex­öndru. ljósmynd/Kongehuset

Norska prinsessan Ingrid Alexandra fagnaði 16 ára afmæli sínu í gær, 21. janúar. Norska konungsfjölskyldan sendi frá sér nýja mynd af prinsessunni í tilefni afmælisdagsins. Ingrid Alexandra virðist líkjast móður sinni, Mette-Marit, töluvert á nýju myndinni. 

Þrátt fyrir að vera nýorðin 16 ára er ekki lengra síðan en í haust sem prinsessan fermdist. Í ferminguna mættu þau Fil­ipp­us Spán­ar­kon­ung­ur, Friðrik krón­prins Dan­merk­ur og Vikt­oría krón­prins­essa Svíþjóðar en þau eru guðfor­eldr­ar Ingrid. 

Ingrid Alexandra er elsta dótt­ir Há­kon­ar krón­prins, elsta son­ar Har­ald­ar Nor­egs­kon­ungs og Sonju drottn­ing­ar. Hún er því önn­ur í erfðaröðinni að norsku krún­unni. Hákon og Mette-Marit eiga einnig soninn Sverri Magnús sem er nýorðin 14 ára. Fyrir átti Mette-Marit soninn Marius Borg Høiby. 

Hákon Krónprins og Mette-Marit.
Hákon Krónprins og Mette-Marit. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert