Usain Bolt á von á barni

Usain Bolt er að verða faðir.
Usain Bolt er að verða faðir. AFP

Spretthlauparinn Usain Bolt bætti öll heimsmet sem hann gat á frjálsíþróttaferli sínum. Bolt er við það að bæta enn einni rósinni í hnappagatið þar sem hann er að verða faðir. Kærasta Bolt, Kasi Bennett, á von á barni. 

Hinn 33 ára gamli frjálsíþróttamaður greindi frá væntanlegum erfingja á Instagram í vikunni. Birti hann mynd af verðandi barnsmóður sinni kasóléttri. „Ég vil bara segja kóngur eða drottning er við það að koma,“ skrifaði Bolt við myndina. Virðist Bolt þar með ekki vita kynið. 

Bolt sem er frá Jamaíka vann alls til átta gullverðlauna á Ólympíuleikum og á heimsmet í 100 og 200 metra spretthlaupi. 

View this post on Instagram

I just want to say a KING or QUEEN is about to be HERE. @kasi.b

A post shared by Usain St.Leo Bolt (@usainbolt) on Jan 23, 2020 at 2:03am PSTView this post on Instagram

Our golden child ❤️ Coming soon...

A post shared by Kasi J. Bennett (@kasi.b) on Jan 23, 2020 at 2:29am PST

mbl.is