Sýnir líkamann eftir fæðingu

Ashley Graham segir einnota nærföt vera uppáhaldið sitt.
Ashley Graham segir einnota nærföt vera uppáhaldið sitt. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Ashley Graham birti á dögunum mynd af líkama sínum eftir fæðingu og segist ekki hafa vitað að hún myndi þurfa að skipta um bleyju á sjálfri sér. 

Graham eignaðist sitt fyrsta barn í janúar síðastliðnum og allt frá því á meðgöngu hefur hún opnað sig um allar þær breytingar sem líkaminn fer í gegnum á meðgöngu. Nú sýnir hún hvernig líkami hennar breytist eftir meðgöngu. 

„Eftir öll þessi ár í tískuiðnaðinum hefði ég ekki giskað á að einnota nærföt yrðu uppáhaldsfötin mín, en þau eru það í dag. Enginn talar um endurhæfinguna sem nýjar mæður ganga í gegnum. Mig langaði að sýna ykkur að þetta eru ekki bara regnbogar og fiðrildi,“ skrifar Graham á Instagram. 

mbl.is