Aniston sér fyrir sér börn

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AFP

Sandra Bullock ræðir við Jennifer Aniston í nýju viðtali Interview Magazine. Leikkonurnar ræða meðal annars um börn Bullock en hin barnlausa Aniston sér fyrir sér börn þegar hún hugsar um framtíðina. 

Bullock spurði Aniston hvort það væri eitthvað sem hún ætti eftir sem hún hlakkaði til að gera? Hvort það væri eitthvað vinnutengt? Tengt andlegum þroska? Eða allt sem upp var talið?

„Innsæið mitt sagði mér að segja allt að sem var talið upp. Það snýst ekki svo mikið um það sem ég sé mig gera. Það er frekar skjáskot í heilanum á mér. Þar heyri ég í sjónum. Ég sé sjóinn. Ég heyri hlátur, ég sé börn hlaupa, ég heyri í klökum í glasi, ég finn lykt af mat sem er verið að elda. Það er gleðileg skyndimynd í höfðinu á mér.“

mbl.is