Líka skemmtilegt í sóttkví með börnunum

Sonja Lind er í sóttkví í Borgarnesi ásamt fjölskyldu sinni.
Sonja Lind er í sóttkví í Borgarnesi ásamt fjölskyldu sinni. Ljósmynd/Gunnhildur Lind

Sonja Lind Estrajher Eyglóardóttir og Pavle Estrajher hafa verið heima með börnum sínum í rúmlega viku í sóttkví. Yngsta barnið er að verða tveggja ára, miðjubarnið er fimm ára og elsta barnið er í 1. bekk. Sonja segir það fulla vinnu að vera með svona mörg ung börn heima allan daginn en um leið skemmta þau sér mjög vel. 

Sonja segir heimilsfólkið ekki sýna merki um veikindi en yngri börnin tvö voru sett í sóttkví eftir að smit kom upp á leikskólanum þeirra. Ekki kom annað til greina en allir fylgdu með. Sonja er í námi við Háskólann í Reykjavík og reynir að sinna námi sínu þegar hún þarf ekki að sinna börnunum. Pavle er hins vegar skógarhöggsmaður og gefur augaleið að hann getur ekki unnið heima. 

„Þetta er svolítið mikið flókið. Maður þarf stanslauast  sinna þeim. Hafa ofan af fyrir þeim og þrífa eftir þau, sérstaklega eftir þessa yngstu,“ segir Sonja en yngsta dóttir þeirra verður tveggja ára í júní. 

Sonja segir yngri börnin ekki alveg átta sig á hvað er í gangi en elsta dóttir þeirra er meira að velta fyrir sér af hverju hún þarf að vera heima. 

„Þessi elsta er mest að hugsa um þetta. Það koma upp öðru hverju spurningar. Maður þarf að vera snöggur að svara heimspekilegum spurningum eins og: „Hvað ef veiran vinnur?“ Það þarf að svara því þannig að það hljómi jákvætt. Henni finnst líka erfitt að geta ekki farið út að leika við vinkonur sínar.“

Öll börnin þrjú eru heima með foreldrum sínum.
Öll börnin þrjú eru heima með foreldrum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Sonja segir fjölskylduna fara í göngutúra á hverjum degi. Þau hafa meðal annars farið í fjöruferðir auk þess sem þau leika sér í garðinum þar sem börnin eru með lítið eldús sem þau geta eldað og bakað drullumall. 

Fyrir utan útiveruna leyfir fjölskyldan sér að vera í flæðinu. Börnin leika, lita og leira eða horfa sjónvarpið. Sonja viðurkennir einnig hlæjandi að hún hafi verið dugleg að baka sem mun líklega koma niður á henni þegar sóttkví lýkur. 

Eitt af því sem gerir sóttkvína skemmtilega eru gluggaheimsóknir móður Sonju, ömmu barnanna. Móðir Sonja mætir fyrir utan gluggann heima hjá þeim í búningum. Sonja segir móður sína vera mikinn sprellara svo uppátæki hennar koma ekki endilega á óvart en kæti þó fjölskylduna, sérstaklega börnin. 

Amma bregður á leik fyrir barnabörn sín.
Amma bregður á leik fyrir barnabörn sín. Ljósmynd/Aðsend

„Hún er venjulega mikið að heimsækja krakkana. Það er mjög óvenjulegt að hún hitti þau ekki. Hún er prakkari að eðlisfari,“ segir Sonja um uppátæki móður sinnar og segir að hún eigi gott búningasafn heima hjá sér. Þegar barnabörnin koma í heimsóknar er búningasafnið oft tekið fram. Mamma hennar er þó ekki bara að sprella fyrir framan gluggann hjá Sonju. Hún kíkir einnig við hjá annarri dóttur sinni, hjá gömlum vinkonum og hringir svo í myndsímtali til barnabarna á Akranesi. 

Amma barnanna er mikill prakkari. Hér er hún klædd sem …
Amma barnanna er mikill prakkari. Hér er hún klædd sem úlfur. Ljósmynd/Aðsend

Þrátt fyrir að Sonja og Pavle slappa ekki mikið af með þremur börnum sínum í sóttkví er Sonja bjartsýn og þakklát fyrir að vera heima með fjölskyldu sinni. Sonja segist fá að verja meiri tíma með börnunum sínum í ástandinu sem nú ríkir. Spurð hvort hún telji að þessir tímar eigi eftir að hafa einhverjar breytingar í för með sér til lengri tíma litið segir hún svo vera, hjá henni persónulega og hjá öðru fólki. 

„Við eigum eftir að forgangsraða öðruvísi, það á eftir að sitja eftir. Krakkarnir eiga eftir að hugsa um þennan tíma sem skemmtilegan tíma. Við fáum matarsendingar heim og leynisendingar frá nágrönnunum. Það er eitthvað nýtt að gerast, öðruvísi upplifun,“ segir Sonja og telur að börnin eigi eftir að muna eftir tímanum sem skrítnum ævintýratíma. 

„Það þýðir ekki  leggjast í volæði. Auðvitað líður manni illa fyrir hönd þeirra sem eru veikir en ef maður ætlar að komast í gegnum þetta þá verður maður að hugsa um það góða í kringum mann. Það má ekki tapa húmornum,“ segir Sonja að lokum. 

 

Sóttkví er ekki bara erfið hjá fjölskyldunni í Borgarnesi, hún …
Sóttkví er ekki bara erfið hjá fjölskyldunni í Borgarnesi, hún er líka skemmtileg. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert