Partíréttirnir sem Siggi Gunnars mælir með!

Siggi Gunnars mun stýra bingói á mbl.is í kvöld.
Siggi Gunnars mun stýra bingói á mbl.is í kvöld.

Við fengum uppáhalds bingóstjóri landsmanna til að taka saman lista af frábærum partýréttum sem upplagt er að bjóða upp á með fjölskyldubingó kvöldsins. 

Sigga brást ekki bogalistin fremur en fyrri daginn og við mælum sannarlega með því með því að þið takið hann til fyrirmyndar fyrir kvöldið. Bingóið hefur notið mikilla vinsælda enda stútfullt af glæsliegum vinningum svo ekki sé minnst á þau Sigga og Evu Ruzu sem eru auðvitað stórbrotin í hlutverkum sínum sem bingóstjórar.

„Ég mæli með því að fólk geri alvöru fjölskyldu- eða vinastund úr bingóinu og skelli í eitthvað einfalt og gott til þess að maula með. Vinahópurinn minn gerir mjög mikið af því að skella í alls konar rétti og gera eitthvað saman, þannig að maður er þaulreyndur í að skoða partíuppskriftir. Hér eru þrjár mjög einfaldar uppskriftir sem ég elska og fann á matarvefnum góða."

„Gott partí kallar á snakk, það er bara svoleiðis, og því ekki að bæta því bara út í aðalréttinn! Það er allt gott við þennan rétt sem mun slá í gegn hjá öllum í bingópartíinu. Persónulega myndi ég skella Campbells-sveppasúpunni út í þennan rétt til þess að fara með hann yfir strikið, enda gera Campbell-súpurnar allan djúsímat góðan."

„Það er einfallt og gott að skella í svona kökur, nokkuð sem allir í fjölskyldunni geta tekið þátt í og öllum þykir gott líka. Því ekki að hita upp fyrir bingó með að skella í rice krispís-kökur kvöldið áður? Gæða sér svo á þessu á milli talna."

„Ég er mikill brauðréttamaður og ætla að taka þennan í næsta partíi. Lítur út fyrir að vera trylltur! Líka svo dásamlega einfaldur. Spurning hvort bingóspilarar landsins vilji gera tilraun fyrir mig!"

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman