Börn nefnd Corona og Covid

Stelpan og strákurinn fengu nöfnin Corona og Covid.
Stelpan og strákurinn fengu nöfnin Corona og Covid. mbl.is/Jim Smart

Foreldrar á Indlandi ákváðu að nefna nýfædda tvíbura sína eftir kórónuveirufaraldrinum, en tvíburarnir komu í heiminn í lok mars. Indverski vefurinn NTDV greindi frá því að tvíburasystkinin hefðu fengið nöfnin Corona og Covid. 

Í stað þess að minna á erfiða tíma segja foreldrarnir að nöfnin minni á tíma sem þau sigruðust á. „Þegar heilbrigðisstarfsfólk byrjaði að kalla börnin Corona og Covid ákváðum við loksins að nefna þau eftir faraldrinum,“ sagði móðirin. Eftir að það fréttist á spítalanum að tvíburarnir hefðu verið nefndir eftir kórónuveirunni fengu þeir mikla athygli hjá spítalastarfsfólki. 

Þrátt fyrir þessi frumlegu og skemmtilegu nöfn ætla foreldrarnir kannski að breyta nöfnunum seinna meir. 

Nýbökuðu foreldrarnir á Indlandi eru ekki þau einu sem hafa nefnt nýfödd börn sín eftir kórónuveirunni. Dæmi eru um að börn hafi verið nefnd Covid Rose og Covid Bryant. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert