Eplið féll ekki langt frá eikinni

Mægðurnar Apple Martin og Gwyneth Paltrow.
Mægðurnar Apple Martin og Gwyneth Paltrow. Samsett mynd

Málshátturinn sjaldan fellur eplið langt frá eikinni á sérstaklega vel við hina 16 ára gömlu Apple Martin. Stúlkan er dóttir leikkonunnar Gwyneth Paltrow og fer ekki á milli mála að Apple eða Epli eins og nafn hennar myndi útleggjast á hinu ylhýra er dóttir móður sinnar. 

Mæðgurnar eru nokkuð líkar eins og sjá má á myndunum sem Paltrow birti af dóttur sinni. Ljóst hár Apple og andlitsfallið minnir töluvert á Paltrow. 

Paltrow á Apple með fyrrverandi eiginmanni sínum, Coldplay-söngvaranum Chris Martin. Apple átti afmæli í vikunni og birti móðir hennar þess vegna nokkrar myndir af henni á Instagram og lofsamaði dóttur sína. 

„Ég er svo ótrúlega heppin að fá að vera móðir þín, þú fallega, ljúfa unga kona. Takk fyrir að velja mig. Ég dýrka þig alla leið til tunglsins og til baka trilljón sinnum,“ skrifaði Paltrow meðal annars um dóttir sína. Paltrow sagði leiðinlegt að dóttirin þyrfti að fagna þessu afmæli á meðan ástandið í heiminum væri eins og það er. Hún sæi þó alltaf það besta í öllum aðstæðum. 

View this post on Instagram

I can’t believe I’m actually writing these words but... happy sweet sixteen my darling girl. You are the light of my heart, you are pure joy. You are wickedly intelligent and you have the best, most dry, most brilliant sense of humor. I have the best time being your mom. I love our nightly evening chats when I really get to hear what’s on your mind. You work hard to get whatever it is you want to achieve, and you have grit and responsibility in spades. I am so damn lucky to be your mother, you beautiful, kind young woman. Thank you for choosing me. I adore you to the moon and back a zillion times. I’m sorry you are having this particular birthday during these circumstances, but as always with you, you find the best in everything. 💝

A post shared by Gwyneth Paltrow (@gwynethpaltrow) on May 14, 2020 at 1:28pm PDT

mbl.is