Sakar King um neyslu á meðgöngunni

Kyle Newman sakar eiginkonu sína Jamie King um að hafa …
Kyle Newman sakar eiginkonu sína Jamie King um að hafa neytt fíkniefna þegar hún gekk með yngri son þeirra. Skjáskot/Instagram

Kvikmyndagerðarmaðurinn Kyle Newman sakar eiginkonu sína Jamie King um að hafa neytt áfengis og fíkniefna þegar hún var ólétt af yngri syni þeirra. Newman og King standa nú í skilnaði og hefur hann óskað eftir fullu forræði yfir sonum þeirra. 

Newman og King hafa verið gift í tæplega 13 ár og eiga saman synina James King 6 ára og Leo Thames 4 ára. 

Í byrjun síðustu viku sótti King um neyðarheimild til að skilja við eiginmann sinn, þar að auki sakaði hún hann um ofbeldi, fékk nálgunarbann gegn honum samþykkt og óskaði eftir að hún fengi fullt forræði yfir börnunum.

Newman hefur svarað í sömu mynt og óskaði eftir neyðarheimild til að fara með mál þeirra fyrir dómstóla. Í beiðni sinni til dómara segir hann King stríða við fíknisjúkdóm, vera háða áfengi og fíkniefnum. Hann segir hana einnig hafa notað áfengi og fíkniefni þegar hún gekk með yngri son þeirra. 

Newman fékk enga af óskum sína uppfyllta en King hefur fengið fullt forræði yfir drengjunum. Þeir eru þó enn þá í umsjón föður síns, en þeir hafa dvalið hjá föður sínum í Pennsylvaniu á meðan heimsfaraldurinn geisar. King er í Los Angeles.

Vegna heimsfaraldursins taka dómstólar í Bandaríkjunum aðeins mál fyrir í neyðartilvikum. Því þarf fólk að sækja um neyðarheimild til þess að sækja um skilnað eða gera breytingar á forræðismálum. Umsókn King um neyðarheimild til að skilja hefur ekki verið samþykkt. 

Frétt People.

mbl.is