Tinna Bergmann með steypiboð aldarinnar

Tinna Bergmann fatahönnuður fagnaði því nýverið að hún á von …
Tinna Bergmann fatahönnuður fagnaði því nýverið að hún á von á barni með Guðbrandi unnusta sínum. mbl.is/Hari

Tinna Bergmann Jónsdóttir fatahönnuður hélt steypiboð aldarinnar nýverið þar sem fjölmargar skemmtilegar konur komu saman og gáfu henni góð mömmu ráð. 

Tinna á von á barni með Guðbrandi unnusta sínum. Hún lýsti í einlægu viðtali á dögunum, þegar hún kynntist Guðbrandi á Þorláksmessu árið 2016 á Íslandi. Þá hafði hún rekið verslun Isabel Marant í Mayfair og verið stílisti fyrir Fendi og Stellu McCartney svo einhver tískuhús séu nefnd. Hún féll fyrir áhugaverðu viðskiptatækifæri á Íslandi og kærastanum. 

Mikill metnaður var lagður í allar skreytingar og veitingar í steypiboði Tinnu. Kökur og brauðréttir voru á boðstólnum og heimilið var skreytt allskonar blöðrum og barnadóti í fallegum hvítum, bláum og grænum litum. 

Barna­vef­ur­inn ósk­ar par­inu til ham­ingju með dreng­inn sem er vænt­an­leg­ur í heim­inn á næstu vikum. 

mbl.is