Hermann Hreiðars og Alexandra eiga von á barni nr. 2

Hermann og Alexandra eiga von á öðru barni.
Hermann og Alexandra eiga von á öðru barni. Skjáskot/Instagram

Fótboltastjarnan Her­mann Hreiðars­son og unn­usta hans Al­ex­andra Fann­ey Jó­hanns­dótt­ir eiga von á öðru barni sínu saman. Hermann tilkynnti óléttuna í færslu á Instagram. 

„Súper kjarnakonan og ástin mín Alexandra bliknar ekki við það að vera með 1 í maganum meðan hún dekrar af ást og hlýju við 2 Hermann. Jr. 9 mánaða og einn sem var að koma úr smá viðgerð. Við erum lang heppnastir,“ skrifar Hermann í færslu sinni á Instagram. 

Fyrir á parið soninn Hermann Alex en Alexandra á einnig soninn Jóhann Lárus úr fyrra sambandi.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

 

 

mbl.is