Svíaprinsessa föst í Bandaríkjunum

Magdalena Svíaprinsessa ásamt börnum sínum.
Magdalena Svíaprinsessa ásamt börnum sínum. Skjáskot/Instagram

Magdalena Svíaprinsessa er dugleg að birta fallegar myndir af börnunum sínum á samfélagsmiðlinum Instagram. Hún býr í Flórída og birti sumarlega mynd af börnunum sínum þremur í tilefni af þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þann 4. júlí. Venjulega ver fjölskyldan sumrinu í Svíþjóð en sökum kórónuveiru faraldursins hafa þau verið föst í Bandaríkjunum.

Í vetur ræddi hún opinskátt um foreldrahlutverkið og sagðist vilja verja sem mestum tíma heima með börnunum sínum. Börnin eru sögð ekki gera sér enn grein fyrir því að þau tilheyri konunglegri fjölskyldu. 

„Ég er mjög virk sem foreldri. Ég vil taka þátt í sem mestu. Mér finnst það mikilvægt því annars missir maður af þessum litlu en mikilvægu stundum,“ sagði Magdalena prinsessa í viðtali við tímaritið Mama.

Ætlaði að gefa manni sínum hvolp en...

Aðspurð um það sem kom einna helst á óvart við foreldrahlutverkið nefnir hún „mömmuheilann“. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta tímabil myndi vara svona lengi. Sú tilfinning að líða að heilinn nái ekki fullum hraða. Stundum gleymi ég orðum og mér finnst ég ekki jafn fljót að hugsa og áður. Ég hafði heyrt að þetta ástand entist á meðan maður væri með barn á brjósti eða í nokkra mánuði en þetta hefur varað mun lengur hjá mér.“

Magdalena sem átti börn sín með stuttu millibili segir að ólétturnar hafi ekki verið skipulagðar. „Ég ætlaði að gefa manni mínum hvolp þegar ég komst að því að ég var ólétt með Adrienne, yngsta barnið. Ég var búin að gera ráðstafanir við hundabyrgi og allt var ákveðið. Svo gaf ég honum gjöf og á kortinu stóð: Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn. Hann náfölnaði og spurði hvort ég væri ólétt aftur. Ég svaraði því neitandi og að þetta væri bara hundur. Tveimur vikum síðar sagðist ég honum að það væri ekki góð hugmynd að fá sér hvolp þar sem ég væri ólétt.“

Magdalena prinsessa er gift bresk-bandaríska fjárfestinum Chris O´Neill og eiga þau þrjú börn, Leonore, Nicolas og Adrienne sem eru sex, fimm og tveggja ára. Þau eru búsett á Miami í Flórída.

View this post on Instagram

Happy 4th of July!

A post shared by Princess Madeleine of Sweden (@princess_madeleine_of_sweden) on Jul 4, 2020 at 4:48pm PDT

View this post on Instagram

Glad påsk! 🐣 @kungahuset har lagt upp en kort film från vår påsk via video. #staysafe

A post shared by Princess Madeleine of Sweden (@princess_madeleine_of_sweden) on Apr 11, 2020 at 1:41am PDT

mbl.is