Beckham-mæðgur saman í nudd

Mæðgurnar kunna að gera vel við sig.
Mæðgurnar kunna að gera vel við sig. Skjáskot/Instagram

Victoría Beckham deilir mynd af dóttur sinni Harper að leggja sig eftir að þær mæðgur fóru saman í nudd. Beckham sem starfar sem fatahönnuður ætlar að stækka veldi sitt á næstunni og einbeita sér í auknum mæli að heilsu- og lífsstíls vörum.

Margir telja að hún ætli í beina samkeppni við Goop veldi Gwyneth Paltrow. Beckham vörumerkið sé mjög vinsælt í Bandaríkjunum og því eigi hún góða möguleika á að ná árangri.

View this post on Instagram

Mummy and me massage with my baby girl, kisses #HarperSeven x

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Jul 16, 2020 at 1:03pm PDT

mbl.is