Vaknar fimm til að sinna tíu börnum

Tracee býr í Arizona með eiginmanni og tíu börnum.
Tracee býr í Arizona með eiginmanni og tíu börnum. Skjáskot/Instagram

Tracee Schaeffer á tíu börn á aldrinum 18 mánaða til 12 ára. Hún lýsir lífi sínu sem algjörri óreiðu eða „kaos“. 

„Þetta er endalaus vinna en ég myndi ekki vilja hafa þetta öðruvísi. Ég átti aldrei von á því að eignast stóra fjölskyldu hvað þá tíu börn,“ segir Schaeffer en þegar hún kynntist seinni manni sínum átti hún sex börn og hann tvö. Þau eignuðust svo tvö börn saman. Það vildi svo skemmtilega til að bæði áttu þau dætur að nafni Scarlett úr fyrri samböndum.

„Þegar við sameinuðum fjölskyldur okkar þá vorum við uggandi. En börnin áttu mjög vel saman og við erum nú ein stór fjölskylda. Þegar við eignuðumst svo tvö börn til viðbótar varð fjölskyldan fullkomin.“

Dagur Schaeffer er mjög annasamur. Hún vaknar klukkan fimm flesta morgna til þess að sinna húsverkum áður en börnin fara á fætur. Hún vekur börnin klukkan sex og gefur þeim morgunmat og hefur þau svo til fyrir skólann. Hún keyrir þau í skólann og á meðan þau eru í skólanum sinnir hún húsverkum og yngstu börnunum. Deginum lýkur svo ekki fyrr en klukkan níu þegar allir eru sofnaðir.

Hún segir afar mikilvægt að vera vel skipulögð og hún er alltaf búin að ákveða allar máltíðir vikunnar áður en hún fer í búðina. Þá fer einnig mikill tími í þvottinn. „Ég skipti þvottinum í flokka. Ég þvæ stelpufötin, strákafötin, föt tvíburanna, ungbarnanna og loks okkar eigin föt. Hver hópur fær svo að ganga frá eigin fötum. Um helgar má ekki víkja frá rútínunni. „Við vöknum snemma, fáum okkur morgunmat og börnin þurfa svo að taka til í herbergjunum sínum. Ef þau eru fljót þá fá þau að gera eitthvað skemmtilegt síðar.

Schaeffer segir að öll börnin séu ólík og þau hallist að blíðu uppeldi (e. gentle parenting). „Ég hélt að það væri mikið að vera með sex börn en eftir að þeim fjölgaði þá sá ég að maður yrði að aðlagast,“ segir Schaeffer sem leggur áherslu á að kenna börnunum samkennd, virðingu og mörk.

Tólf manna fjölskyldan.
Tólf manna fjölskyldan. Skjáskot/Instagram
View this post on Instagram

Easter is about hope. Second chances. Renewal. . . We were each others second chance at happiness. And we refuse to take that for granted. Waking up everyday and atleast attempting to put our best foot forward with one another. . That got ten thousand times easier with our vitamins. Being able to fill our bodies with what it was designed to run on. Having more patience for our babies and one another. Stress management. Motivation. Energy to go go go like we need. It all helps daily. . I can talk all day about the multitude of benefits you will see taking these vitamins, and I can go for days singing the praises of the business opportunity... ••or you could just leap. Like I did. And have your mind blown 🖤 . . Until 9pm tonight I have several ways for you to get started and save a ton in the process. Happy Easter! Let's start YOUR second chance #happyeaster #vitaminsthatwork #taketheleap #letsdoittogether #changeyourlife #financialfreedom

A post shared by Tracee Schaeffer (@schaeffedthebestforlast) on Apr 12, 2020 at 5:33pm PDT

View this post on Instagram

🖤This will forever be one of my favorite photos ever taken of me. 🖤 . Why? •because there was a time, not too long ago, that I would’ve thought “ew! Why the hell did you take that?!” •but now I can see it for what it really is. What it means. What it signifies. . IMPACT -my baby was coming to me for comfort& food. -my feral kitten we just rescued feels safest near me. -my husband was moved by the sight enough to snap a photo. -I’m finally able to get GOOD sleep. . These vitamins I am always raving about...they are so much more impactful than “just” vitamins. I am so much more now than “just” a mom. My life is so much better than “just” how it is. Impact matters, and I’ll forever be grateful that I have this 🖤 #morethanjust #beanimpact #bemore #vitaminsthatwork #breastfeeding #extendedbreastfeeding #kittensofinstagram #sleepydust #moodsupport #feelbetter

A post shared by Tracee Schaeffer (@schaeffedthebestforlast) on Jun 3, 2020 at 8:54am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert