Komin í svakalegt form stuttu eftir fæðingu

Iggy Azale sýndi líkama sinn á Instagram.
Iggy Azale sýndi líkama sinn á Instagram. Skjáskot/Instagram

Tæpir tveir mánuðir eru síðan rapparinn Iggy Azale greindi frá því að hún ætti son. Azele birti mynd af sér á Instagram á dögunum sem hefur fengið blendnar viðtökur enda lítur Azele ekki beint út fyrir að vera nýbúin að fæða barn.

Á myndinni er Azele í appelsínugulu bíkiníi og sýnir vel mjótt mittið. „Meðgöngukíló,“ skrifaði Azele við myndina. „Barn? Bíddu – þetta barnamitti.“ 

Þótt margir hafi hrósað Azale eru aðrir sem furða sig á því hvernig hún getur litið svona út. Er hún meðal annars sökuð um að hafa notað myndvinnsluforrit til þess að breyta myndinni og jafnvel sögð hafa fengið hjálp frá staðgöngumóður. Azale svaraði fyrir sig á Twitter. 

„Ég get ekki logið, það var mjööög erfitt. En ég borðaði „hreint“ allan tímann, ekkert svindl. Eins erfitt og það var andlega að láta ekki undan sumum skrýtnu löngununum vissi ég að ég yrði ánægð eftir á og barnið mitt var 4,2 kíló svo hann er heilbrigður og ég er líka ánægð.“

View this post on Instagram

baby weight 🤭 Baby? Wait - this a baby waist. @fashionnova

A post shared by Iggy Azalea (@thenewclassic) on Jul 26, 2020 at 11:12am PDT
mbl.is