Kanye West fær fjölskylduna til að hlæja

Kanye West er uppátækjasamur ef marka má nýlegt myndband af …
Kanye West er uppátækjasamur ef marka má nýlegt myndband af honum á Twitter. mbl.is/AFP

Kanye West hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki að undanförnu vegna sögusagna um óhamingju í hjónabandi hans og Kim Kardashian West. Nýlegt myndband á Twitter sýnir hins vegar einstakt samband fjölskyldunnar, þá sér í lagi hans og dóttur hans, North West. 

Í bakgrunninum má heyra Kardashian hlæja að uppátækjum hans. Þar sem hann virðist hoppa úr farartæki fjölskyldunnar út á götu og dansa með dóttur sinni. 

Þau hafa verið saman í sumarfríi í Dóminíska lýðveldinu þar sem markmiðið með ferðinni hefur verið að auka á gæðastundir og sameina þau eftir erfiða tíma. 

mbl.is