Segir Cruise bíða færis með Suri

Leikkonan Leah Remini ólst upp innan Vísindakirkjunnar.
Leikkonan Leah Remini ólst upp innan Vísindakirkjunnar.

Leah Remini telur að Tom Cruise sé að bíða færis með að lokka dóttur sína Suri Cruise aftur í söfnuð Vísindakirkjunnar. 

Remini hafði verð meðlimur í Vísindakirkjunni frá níu ára aldri en sagði síðan skilið við hana árið 2013 og hefur síðan þá barist hatrammlega gegn henni. 

„Vísindakirkjan álítur Katie Holmes sem bælandi manneskju sem telst óvinur og því trúir Cruise því að hann megi ekki vera í samskiptum við Suri. Ég er viss um að hans áætlun sé að bíða þar til Suri verði eldri svo að hann geti lokkað hana í Vísindakirkjuna og frá móður sinni,“ segir Remini í viðtali við New York Post. 

Cruise á einnig tvö ættleidd börn, Connor og Isabellu, sem eru enn í Vísindakirkjunni og ekki í samskiptum við móður sína Nicole Kidman. Rennir það stoðum undir kenningar Remini um að Cruise vonist til þess að vinna Suri aftur til sín þegar hún verði eldri en Suri er fjórtán ára gömul.

Í sama viðtali segist Remini hafa verið afar hissa þegar Cruise og Holmes skildu. „Ég þekkti Holmes þegar hún var í kirkjunni og hún virtist vera þar af heilum hug. En með tímanum skildi ég að hún gerði þetta til þess að vernda dóttur sína og samband hennar við hana. Ég bara geri ráð fyrir að það sé til einhvers konar samningur sem verndar Suri.“

Suri Cruise var sjáaldur augna Tom Cruise. Nú eru þau …
Suri Cruise var sjáaldur augna Tom Cruise. Nú eru þau feðgin ekki lengur í samskiptum þar sem Suri er ekki í Vísindakirkjunni. AFP
Katie Holmes hefur verið dugleg að vernda einkalíf Suri sem …
Katie Holmes hefur verið dugleg að vernda einkalíf Suri sem er nú orðin fjórtán ára og stundar nám í fínum einkaskóla í New York. mbl.is/skjáskot
mbl.is