Var á góðri leið með að sólunda arfinum

Frances Cobain segist hafa tekið fjármálin fastari tökum.
Frances Cobain segist hafa tekið fjármálin fastari tökum. Skjáskot/Instagram

Frances Bean Cobain segist hafa verið á góðri leið með að sólunda arfinum sem hún fékk eftir föður sinn, Kurt Cobain, söngvara Nirvana. Hún lifði langt um efni fram og það var ekki fyrr en hún varð edrú árið 2016 sem hún tók fjármálin fastari tökum.

„Ég sá bara hvernig ætti að lifa um efni fram þegar ég var að alast upp,“ segir Cobain í viðtali í hlaðvarpsþætti Rus Pauls en Cobain er dóttir Courtney Love og Kurts Cobains og var líf þeirra mjög róstusamt.

„Ég þurfti að staldra við, verða edrú, til þess að átta mig á því að það er sama hversu mikla peninga maður telur sig eiga, þeir eru ekki varanlegir. Samband mitt við peninga er mjög flókið því ég vann ekki fyrir þeim. Þetta er næstum eins og að hafa eitt risastórt lán sem ekki er hægt að losna við,“ segir Cobain sem hefur nú hætt óþarfa eyðslu.

„Ég átta mig nú á því að maður þarf ekki að lifa einhverju glæsilífi til þess að lifa vel,“ segir Cobain.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert