Camilla og Rafn skírðu soninn

Camilla Rut og Rafn gáfu syni sínum nafn um helgina.
Camilla Rut og Rafn gáfu syni sínum nafn um helgina.

Samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut Rúnarsdóttir og eiginmaður hennar Rafn Hlíðkvist Björgvinsson gáfu syni sínum nafn um helgina. Drengurinn litli fékk nafnið Ólíver Hlíðkvist Rafnsson. 

Ólíver litli er yngri sonur Camillu og Rafns en hann kom í heiminn í byrjun júlí. Fyrir áttu þau soninn Gabríel sem er fimm ára. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

View this post on Instagram

Óliver Hlíðkvist Rafnsson 🕊

A post shared by CAMY (@camillarut) on Sep 5, 2020 at 9:16am PDT

mbl.is